Hjólatúr gærdagsins, 12 kílómetrar í svo miklu roki að ég fauk næstum af hnakknum. Vindurinn í fangið drjúgan hluta leiðarinnar - sami spotti að miklu leyti á fótinn, einmitt eins og það á að vera. Hjólaði eftir nýrri leið, upp að Elliðavatni og niður Elliðaárdalinn alveg niður að húsinu með fjólubláa þakinu. Meiri háttar.
24.8.2009
17.8.2009

14.8.2009
Nú segir af konu sem keypti sér tvo cd diska, báða afbragðsgóða. Af báðum hljómar píanótónlist. Sá fyrri rennur fram úr fingrum kanadíska tónlistarmannsins Gonzales. Um hann má lesa hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Gonzales_(musician). Hinn diskurinn er frá Vassilis Tsabropoulos, sem er grískur píanóleikari og tónskáld, http://www.tsabropoulos.gr/.
6.8.2009
Óárans ambagan opnar
Nú er sem sagt svo komið að tónlistarhús allra landsmanna opnar eftir svo og svo mörg ár. Það er ekki nóg með að óárans hamrahöllinn sé táknmynd um tröllslegt mikilmennskuæði heldur þarf að klína þessari ljótu amgögu framan í andlitið á manni í hvert sinn sem maður fer um nágrennið. Tónlistarhúsið verður opnað og svoleiðis er það þegar dauð hús eiga í hlut. Einhver hefur sem sé fyrir því að opna það.
Ég er líka orðin hundleið á því að allt og ekkert byggir á einhverju í stað þess að vera byggt á því eða byggjast á því. Hvað varð um miðmyndina?
Ég er líka orðin hundleið á því að allt og ekkert byggir á einhverju í stað þess að vera byggt á því eða byggjast á því. Hvað varð um miðmyndina?