28.1.2010

Kasmíran

Ég fór í dýrindis fataverslun og mátaði bæði buxur og prjónaða flík úr ull og kasmírull. Maður stingur handleggjunum í gegnum tvö göt og þá liggur flíkin fallega yfir herðarnar, veit ekki hvað þetta heitir en af því hún var úr kasmírull ætla ég að kalla hana kasmíru. Buxurnar voru á útsölu og ég ákvað að kaupa mér þær. Þær voru á 60% afslætti, ómótstæðilegar með öllu. Kasmíran var á fullu verði og ég ákvað að athuga ekki einu sinni hvað hún kostaði. Ég ætlaði ekki að fá hana. Ég smeygði mér úr buxunum og sveiflaði mér í kápuna en tók þá eftir því að hún var þrengri en þegar ég fór inn í mátunarkompuna. Ég steingleymdi að fara úr kasmírunni, ég sver það. Mér tókst að bjarga mér fyrir horn enda var ég enn á bak við tjaldið.

Nú ætla ég að ímynda mér að ég hafi verið í víðri kápu og ekki tekið eftir því að hún hafði þrengst. Ég sé sjálfa mig borga fyrir buxurnar og spranga svo út hnakkakerrt og létt á fæti með pokann minn ... allt þar til þjófavörnin byrjar að væla. Skyldi ég komast upp með að segja: „Æ, ég steingleymdi að fara úr kasmírunni, ég hafði ekki hugmynd um að ég væri enn í henni.“

26.1.2010

Alveg eins

„Quali stivali desidera provare?“
„Hvaða stígvél langar þig að prófa?“
Alveg eins.

24.1.2010

„Svanir velja sér maka fyrir lífstíð og eru pörin óaðskiljanleg svo lengi sem þau lifa. Þá sjaldan að svanir velja sér nýjan maka er það vegna þess að fyrri makinn drepst. Vísindamenn sem fylgjast með svönum við Slimbridge í Bretlandi voru því hryggir að sjá að steggurinn Sarindi var með nýjan maka þegar hann sneri aftur úr farflugi á dögunum og töldu víst að fyrrverandi spúsa hans, Saruni, væri ekki lengur á lífi.“

Eftir að horfa aftur á Silfur Egils í gærkvöldi vöknuðu margar spurningar.“

„Ef það sé sól er mamma hlupin út í hurð!“