28.9.2009

Nú eru góð ráð dýr og ég orðlaus!

7.9.2009

Sunnudagur: 4 þvottavélar þvegnar. Hefði betur eldað almennilegan mat en ekki ss-pylsur með gömlu remúlaði. Endaði daginn í keng af magaverkjum sem entust mér í 5 klukkustundir. Ég vona bara að ég læri það af þessu að ég borða ekki pylsur framar, hvorki soðnar, kaldar né grillaðar.

5.9.2009

Æðiber



Við vorum öll með æðiber í rassi í dag nema menntskælingurinn sem kom heim upp úr hádegi dauðþreyttur eftir vökunótt í busaferð. Höfðuð fjölskyldunnar stundar sprunguviðgerðir af kappi - af nógu er af taka - húsið liggur undir skemmdum enda hefur það ekki fengið nokkurt viðhald frá því það var málað í upphafi. Ég greip í verkið með honum á milli þess sem ég klagaði slappan blaðbera, fór í 90 mínútna yogatíma, kláraði ullarteppið sem þið sjáið á myndinni, sauð saman rabarbara- og engifer sultu (tvær krukkur) eftir engri uppskrift (mjög bragðgóð og -sterk), skipti á rúmum og þvoði fimm þvottavélar (2x rúmföt, leikfimiföt, flíspeysa, jakkaföt) auk tveggja X (segi ekki meir) þar af var önnur með sturtu og öllu. Ég gleymi örugglega einhverju. Ég skildi ekkert í því af hverju ég var svona þreytt um kvöldmatarleytið.

3.9.2009

Mér dettur stundum í hug orðatiltækið Nú eru góð ráð dýr. Ég á ekki krónu, kemur annað veifið upp í hugann líka. Býsna nothæf nú um stundir.