2.10.2009

Ók eftir Sæbrautinni upp úr kl. 16 í gær - forðast alla jafna að aka eftir henni síðdegis því umferðin frá Holtagörðum að Sprengisandi er fjandakornið hreinasta stappa. Mér verður hugsað til Ingibjörns sem fór einhverju sinni til málarstarfa á Raufarhöfn. Þegar hann kom til baka á Kópasker sagði hann: „Umferðin er svo mikil þar að það er traffík!“
Nema hvað, umferðarþunginn var þolanlegur - og kona nokkur ók fram úr mér - og las um leið því hún var með a4 bunka á stýrinu hjá sér.