30.7.2009

Einbandstreyja


Einbandstreyjan er tilbúin og hún stingur ... en meiningin var svo sem aldrei að vera í henni heldur miklu frekar að nota garnafganga úr nýtilorðnum garnhaugnum, lesa og skilja uppskriftina og ráða fram úr verkinu sjálfri mér til skemmtunar og monts að endingu.

2.7.2009

Æðiber

Nýjasta æðiberið er hjólreiðar. Mig hefur lengi langað að hjóla í vinnuna en vaxið það í augum. Samstarfsmaður minn hjólar flest sem hann fer alla daga ársins sama hvernig viðrar svo mér fannst eins og mér væri lítil vorkunn að hjóla eins og einu sinni í góðu veðri. Alltaf hætti ég við. Svo var það á mánudagskvöldið að ég beit það í mig að daginn eftir færi ég hjólandi til vinnu. Ég skrifaði meira að segja minnismiða á náttborðið mitt í þann mund að ég datt út af: Hjóla til vinnu. Ég varð alveg grautfúl þegar ég sá iðann morguninn eftir. Nú er ég búin að hjóla til vinnu þrjá daga í röð og leggja að baki u.þ.b. 70 kílómetra. Það tekur mig ekki nema helmingi lengri tíma að koma mér í vinnuna en þegar ég fer á bílnum. Áætlað er að næsta haust kosti par af nagladekkjum krónur 14 þúsund.