6.8.2009

Óárans ambagan opnar

Nú er sem sagt svo komið að tónlistarhús allra landsmanna opnar eftir svo og svo mörg ár. Það er ekki nóg með að óárans hamrahöllinn sé táknmynd um tröllslegt mikilmennskuæði heldur þarf að klína þessari ljótu amgögu framan í andlitið á manni í hvert sinn sem maður fer um nágrennið. Tónlistarhúsið verður opnað og svoleiðis er það þegar dauð hús eiga í hlut. Einhver hefur sem sé fyrir því að opna það.
Ég er líka orðin hundleið á því að allt og ekkert byggir á einhverju í stað þess að vera byggt á því eða byggjast á því. Hvað varð um miðmyndina?