2.10.2009

Ók eftir Sæbrautinni upp úr kl. 16 í gær - forðast alla jafna að aka eftir henni síðdegis því umferðin frá Holtagörðum að Sprengisandi er fjandakornið hreinasta stappa. Mér verður hugsað til Ingibjörns sem fór einhverju sinni til málarstarfa á Raufarhöfn. Þegar hann kom til baka á Kópasker sagði hann: „Umferðin er svo mikil þar að það er traffík!“
Nema hvað, umferðarþunginn var þolanlegur - og kona nokkur ók fram úr mér - og las um leið því hún var með a4 bunka á stýrinu hjá sér.

2 Aths.:

Blogger Gígja skrifaði ...

Ertu að grínast!!! Mikið að gera hjá sumum!!!
Umferðin hér er öðruvísi...meira flæði finnst manni...en stundum óendanlegar biðraðir!

2/10/09 15:48  
Blogger krummi skrifaði ...

Ég hef nú séð annað eins á ferðum mínum um heiminn ...

Svíar eru samt frekar dannaðir í umferðinni. Og við lendum ekki miklum vandræðum út af umferðarþunga. Hjólreiðafólk hefur oftast nær forgang svo maður getur troðið sér framfyrir á ljósum.

2/10/09 19:10  

Skrifa ummæli

<< Á forsíðu