2.7.2009

Æðiber

Nýjasta æðiberið er hjólreiðar. Mig hefur lengi langað að hjóla í vinnuna en vaxið það í augum. Samstarfsmaður minn hjólar flest sem hann fer alla daga ársins sama hvernig viðrar svo mér fannst eins og mér væri lítil vorkunn að hjóla eins og einu sinni í góðu veðri. Alltaf hætti ég við. Svo var það á mánudagskvöldið að ég beit það í mig að daginn eftir færi ég hjólandi til vinnu. Ég skrifaði meira að segja minnismiða á náttborðið mitt í þann mund að ég datt út af: Hjóla til vinnu. Ég varð alveg grautfúl þegar ég sá iðann morguninn eftir. Nú er ég búin að hjóla til vinnu þrjá daga í röð og leggja að baki u.þ.b. 70 kílómetra. Það tekur mig ekki nema helmingi lengri tíma að koma mér í vinnuna en þegar ég fer á bílnum. Áætlað er að næsta haust kosti par af nagladekkjum krónur 14 þúsund.

3 Aths.:

Blogger krummi skrifaði ...

Fyrstu vikuna er þetta gaman, aðra og þriðju erfitt, fjórðu ömurlegt, svo venst það (ég hjólaði u.þ.b sömu vegalengd á hverjum degi þegar ég bjó í Danmörku).

2/7/09 13:33  
Blogger María skrifaði ...

góður ... og alltaf bjartsýnn ... en í dag bættust við 24 kílómetrar í mótvindi.

2/7/09 19:40  
Anonymous Nafnlaus skrifaði ...

Mér þykir þú dugleg og hana nú!
Ég fór á hjóli í vinnuna í hjólaátakinu í vor þegar veðrið var einna verst, mér hefur alltaf þótt gaman að hjóla en eftir að hafa hjólað í heila viku í ofsaroki (fauk af hjólinu einn daginn þrisvar á leiðinni í vinnuna) þá bara var maður nánast búin að gleyma því en svo kom lognið og þá gleymdust fyrri erfiðleikar kv Dagný

8/7/09 10:25  

Skrifa ummæli

<< Á forsíðu