GRAUTUR: apríl 2010

24.4.2010

Af nokkrum gráum

Nú er yngri drengurinn fermdur og fínn. Ég hefði átt að eignast fleiri krakka, það er svo gaman þegar þeir fermast. Ég lét vera að fara í ondúleringu en vandaði mig við að raða gráu hárunum saman í lokka svo þau féllu í fallegum strípum niður eftir höfðinu á alla kanta. Ég var með ljómandi fallegan og fægðan silfurkross um hálsinn í tilefni dagsins og var auðvitað spurð hvort ég hefði kannski fægt hann sjálf. Þegar ég ætlaði að svara tók ég eftir að spyrjandinn var farinn að telja á mér þau gráu í gríð og erg. Ég svaraði þá í snarhasti að ég hefði reyndar ekki fægt krossinn sjálf en að ég ætti fægilög sem ég notaði stundum því hann kæmi vel að gagni ef maður vildi lýsa á sér hárið!