28.2.2010

Ferðaðist með flugvél nýlega og ég var þriðja flottust (þessar tvær á undan voru með blásið hár, strípað ljóst og ekki í flíspeysum) í vélinni - samt var ég alls ekki með varalit og augnháralit en þó með nefið fullt af vasilíni (loftið er svo þurrt í flugvélum ef einhver skyldi ekki hafa áttað sig á því) í sjóðheitum útivistarbuxum, gönguskóm og afsakið, flíspeysu, allt í stíl - hárið hvorki litað né blásið en gráröndótt. Ég spyr aftur, hvar eru flottar og veltilhafðar íslenskar konur eiginlega niður komnar. Mig langar að sjá vel klæddar og smekklega snyrtar konur á venjulegum og virkum degi, um helgar, í messu, í Borgarnesi, í rútu, á skútu ... og þær mega gjarnan brosa. Best að byrja, hvar er strauboltinn?

1 Aths.:

Anonymous Nafnlaus skrifaði ...

...ég mun aldrei þora að koma heim...svona illa útlítandi eins og ég er...almáttugur eini!!!

3/3/10 21:44  

Skrifa ummæli

<< Á forsíðu