11.12.2008

Fjarsýni hefur hellst yfir frúna .... það er alveg sprenghlægilegt! Heyrnarleysi hrjáir karlinn, honum heyrðist frúin stæra sig af mikilli bjartsýni þegar hún bar sig upp við hann um fjarsýnina, sem hann hefur reyndar litla sem enga reynslu af þó svo að hann sé áratugnum eldri - hann er heldur ekkert mikið í því að lesa innihaldslýsingar í matarbúðum, telja út lykkjur og spor og þess háttar.

Lítið skylt fjarsýni en í ætt við heyrn: Með þessum hætti er alveg ömurlegur orðaleppur sem tröllríður húsum nú um stundir. Og svo nenni ég ekki að hlusta á það mikið lengur að „allir tóku þátt í þessu,“ - það væri hæpið að segja um fjölskyldu alkóhólistann að hún hefði öll tekið þátt í drykkjunni.