23.5.2015

GlerPer Lütken blés gler hjá Holmegaard, m.a. þennan öskubakka. Ég á öskubakkann sjálf, er búin að eiga hann lengi en hafði ekki hugmynd um hverrar ættar hann er fyrr en nú í morgun. Minnstu munaði að ég gæfi hann frá mér í Góða hirðinn þegar ég var í grisjunar ham en nú fær hann að vera hér áfram. Bleiki veggurinn er blekking.


Þessir vasar hafa einnig verið nokkuð lengi til heimilis hér. Því miður veit ég engin deili á þeim en einu sinni fann ég langt og ýtarlegt blogg úti í heimi þar sem var urmul af myndum af honum. Nú er ég búin að týna blogginu.