21.6.2015

Lækjarbrú í Skorradal

Brú þarf ekki að vera stór eða tilkomumikil til að vera falleg. Hér er ein lítil, sem fékk upplyftingu í góðu veðri í vor. 


8.6.2015

Hvítá við FerjukotÞegar ég var barn að aldri ók faðir minn vöruflutningabíl tvisvar í viku á milli Raufarhafnar og Reykjavíkur, eftir hlykkjóttum og niðurgröfnum vegum, um erfiðar heiðar og yfir þröngar brýr. Þessi hér, brúin yfir Hvítá í Borgarfirði, við Ferjukot, var ekki nema tíu sentimetrum breiðari en bíllinn. Það voru sem sé ekki nema 5 cm beggja vegna út í handrið.


Ólíkt er rólegra við brúna er þegar hún var í þjóðleið. Skammt frá fundum við átta egg í hreiðri í skjóli undir rauðum hlemmi.