24.12.2009

Gleðilega hátíð

21.12.2009

Nú getum við sent jólakveðjur til ættingja og vina „með auðveldum hætti,“ eða svo segir þulurinn í ríkisútvarpinu.

18.12.2009

Ég ók næstum undir vörubíl í gær, mér brá svo þegar ég sá hund undir stýri á vörubílnum. Hundurinn stakk höfðinu út um gluggann og skimaði í kringum sig forvitnum augum. Ég forðaði mér hið bráðasta þegar ég áttaði mig á að maður sat undir hundinum.

17.12.2009

Svona byrjar frétt á Pressunni.is:
„Viðskiptablaðið segir ítarlega og með mögnuðum hætti frá ... “
Í næstu málsgrein stendur skrifað:
„Vitnar blaðið með svofelldum hætti til ...“
Mönnum hættir til með svo mögnuðum hætti að hætt er við að hætta steðji að á hættutímum með svofelldum hætti að allir hætta þá hæst stendur og þá er sjálfhætt.